Top Image
1790 Heilavinir

Viltu vera HeilavinurKærar þakkir fyrir að velja að vera Heilavinur!
 
Allir geta orðið heilavinur, það eina sem þarf er að gefa til kynna að maður vilji auka þekkingu sína á heilabilun og sé tilbúinn til að sýna samhug og vinsemd. Því fleiri sem gerast heilavinir þeim mun meiri líkur eru á að einstaklingur með heilabilunarsjúkdóm upplifi sig velkominn í sínu samfélagi og finni fyrir öryggi.
Þetta snýst um að koma auga á einstaklinginn á bak við sjúkdóminn.

Heilavinur tekur eftir og bregst við aðstæðum sem kunna að koma upp þar sem einstaklingur er í vanda og virðist ekki ráða við. Heilavinur ber lítið hjarta í barminum sem tákn um að hann sé tilbúinn að leggja sitt að mörkum í átt að styðjandi samfélagi.
Heilavinur getur sýnt samhug og vinsemd á margan hátt:
  • Sýnt þolinmæði og komið einstakling til hjálpar sem lendir í erfiðleikum í verslun til dæmis við að finna vörur, í biðröð á kassi og þegar greiða á fyrir vörurnar.
  • Ef einstaklingur hefur villst af leið og ratar ekki heim, að koma þá viðkomandi til hjálpar.
  • Ef einstaklingur er í búningsklefa og finnur ekki salernið og margt fleira.
  • Hugsa má það að vera heilavinur á svipaðan hátt og skyndihjálparnámskeið, maður kemur fólki í neyð til aðstoðar.
Framundan er ferðalag sem þið eruð virkir þátttakendur í.
Vinur fyrir hvern einstakling með heilabilun. Stefnum á 5000 heilavini.

Með ykkar hjálp tekst okkur að finna heilavini víðs vegar um landið og vinna markvisst að mæta þörfum fólks með heilabilun og aðstandendum þeirra.

Við munum reglulega senda þér fræðslupóst þar sem þú færð góð ráð og hugmyndir hvað þú getur gert sem Heilavinur. Heimasíðan okkar er www.heilavinur.is og einnig hvetjum við þig til að fylgja okkur á Facebook og Instagram undir nafninu Heilavinur.

Hafðu samband
Þú ert ávallt velkominn að spyrja eða senda okkur línu ef þú ert með hugmyndir fyrir Heilavinaverkefnið. Hægt er að senda póst á Alzheimersamtökin: alzheimer@alzheimer.is eða hringja í síma 5331088.

Enn og aftur kærar þakkir fyrir þátttökuna og velkominn í Heilavinahópinn. Með þinni þátttöku erum við einu skrefi nær í að gera Ísland að styðjandi samfélagi fyrir fólk með heilabilun. 

Kær kveðja
Heilavinir

Með því að gerast Heilavinur færðu reglulega sendan tölvupóst með upplýsingum um heilabilun og góð ráð. Þú getur einnig nálgast Heilavina næluna á skrifstofu Alzheimersamtakana, Lífsgæðasetur St.Jó 3.hæð, Suðurgata 41, 220, Hafnarfjörður, þér að kostnaðarlausu. Ef þú kemst ekki til okkar þá er hægt að senda í pósti gegn greiðslu póstburðargjalds.
Hér er einnig hægt að styrkja Heilavini 


Fylgstu með okkur á samfélagsmiðlum undir heitinu Heilavinur.
Kærar þakkir fyrir að vera Heilavinur.
Síðasta skref. Þú verður að horfa á myndbandið áður en þú getur lokið skráninguna.
Vertu Heilavinur