Hvað veistu um heilabilun?

1275
einstaklingar hafa samþykkt að fræðast nánar um heilabilun.
Skráðu þig og fáðu upplýsingar og fróðleik um heilabilun
Fáðu Heilavina næluna á skrifstofu Alzheimersamtakanna.
Taktu þátt og vertu Heilavinur!
Vertu heilavinur
Go Down Left Left
Top Image
Top Image
Side Image

Hvað er Heilavinur?

Allir geta orðið Heilavinir.
Það eina sem þarf er að gefa til kynna að maður vilji auka þekkingu sína um heilabilun og vera tilbúinn til að sýna samhug og vinsemd. Því fleiri sem gerast Heilavinir þeim mun meiri líkur eru á að einstaklingur með heilabilunarsjúkdóm upplifi sig velkominn í sínu samfélagi og finni fyrir öryggi.

Verkefnið snýst um að koma auga á einstaklinginn á bak við sjúkdóminn.

Heilavinur tekur eftir og bregst við aðstæðum sem kunna að koma upp þar sem einstaklingur er til dæmis í vanda og virðist ekki ráða við aðstæður. Heilavinur ber lítið hjarta í barminum sem tákn um að hann sé tilbúinn að leggja sitt að mörkum í átt að styðjandi samfélagi.
Side Image

Svona verður þú Heilavinur

Skráðu þig á "Viltu vera heilavinur".
  • Þú munt fá tölvupóst mánaðarlega með upplýsingum um heilabilun.
  • Færð næluna Heilavinur á skrifstofu Alzheimersamtakanna.
  • Smellir „Like“ á facebooksíðuna Heilavinur og Instagramsíðu Heilavinur
  • Þú réttir þeim sem eru með heilabilun hjálparhönd í samfélaginu.
Side Image

Hvað gerir Heilavinur?

Heilavinur tekur eftir og bregst við aðstæðum sem kunna að koma upp þar sem einstaklingur er í vanda og virðist ekki ráða við. Heilavinur ber lítið hjarta í barminum sem tákn um að hann sé tilbúinn að leggja sitt að mörkum í átt að styðjandi samfélagi.
Heilavinur getur sýnt samhug og vinsemd á margan hátt:
  • Sýnt þolinmæði og komið einstaklingi til hjálpar sem lendir í erfiðleikum t.d. í verslun við að finna vörur, í biðröð á kassa og þegar greiða á fyrir vörurnar.
  • Ef einstaklingur hefur villst af leið og ratar ekki heim, að koma þá viðkomandi til hjálpar.
  • Ef einstaklingur er í búningsklefa og finnur ekki salernið og margt fleira.
  • Hugsa má það að vera heilavinur á svipaðan hátt og skyndihjálparnámskeið, maður kemur fólki í neyð til aðstoðar.
Side Image

Markmiðið er - Vinur fyrir hvern einstakling með heilabilun

Söfnum 5.000 Heilavinum

Með ykkar hjálp tekst okkur að finna Heilavini víðs vegar um landið og vinna markvisst að því að mæta þörfum fólks með heilabilun og aðstandendum þeirra.

Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni eru nú þegar 48 milljónir manna í heiminum með heilabilunarsjúkdóma. Á Íslandi er gert ráð fyrir verulegri fjölgun í elstu aldurshópunum og með hækkandi aldri  aukast líkurnar á að þróa með sér heilabilunarsjúkdóma, þó svo að heilabilun sé ekki eðlilegur fylgifiskur öldrunar. Það má áætla að á Íslandi séu um 5.000 manns með heilabilunarsjúkdóma og af þeim fjölda séu um 250 manns undir 65 ára aldri.
 

Top Image

Hvað veistu um heilabilun?

1275
einstaklingar hafa samþykkt að fræðast nánar um heilabilun.
Skráðu þig og fáðu upplýsingar og fróðleik um heilabilun
Fáðu Heilavina næluna á skrifstofu Alzheimersamtakanna.
Taktu þátt og vertu Heilavinur!
Vertu heilavinur