Um Heilavini

Alzheimersamtökin á Íslandi og Akureyrarbær hófu Heilavina ferðalagið 7.febrúar 2020 og opnuðu fyrir skráningu á Heilavinum á heimasíðunni heilavinur.is.

Hægt er að styrkja Heilavini hér með mánaðarlegum greiðslum!


Markmið með Heilavinum er að gera Ísland að styðjandi samfélag fyrir fólk með heilabilun og safna einum Heilavini fyrir hvern greindan Íslending. Þetta fer fram með fræðslu til stofnana og fyrirtækja auk fræðslu til einstaklinga í gegnum vefinn. Með verkefninu viljum við meðal annars draga úr fordómum því ekki er hægt að sjá á fólki að það þjáist af heilabilunarsjúkdómi. Auka þekkingu því orsakir heilabilunarsjúkdóma eru ekki þekktar. Að fólk með heilabilun eigi innihaldsríkt líf með félagslegri virkni og þátttöku.
Top Image

Hvað veistu um heilabilun?

1790
einstaklingar hafa samþykkt að fræðast nánar um heilabilun.
Skráðu þig og fáðu upplýsingar og fróðleik um heilabilun
Fáðu Heilavina næluna á skrifstofu Alzheimersamtakanna.
Taktu þátt og vertu Heilavinur!
Vertu heilavinur